Hjá Pitstop getur þú geymt dekkin þín fyrir sanngjarnt verð og sparað þannig geymslupláss, þú sparar þér einnig þá fyrirhöfn að þurfa að meðhöndla dekkin sem bera óhreinindi.
Við bjóðum upp á afgreiðslu samdægurs þar sem dekkin eru öll geymd á verkstæði okkar, þar af leiðandi mætir þú þegar þér dettur í hug að sækja dekkin og fá þau undir bílinn hjá þér.
Þegar þú afhendir dekkin færðu miða merktan með þínu númeri sem dekkin eru svo merkt með. Í kringum þessa þjónustu höfum við hannað fullkomið skráningarkerfi sem heldur utan um dekkin þín á milli dekkjaskipta.
Dekkin eru geymd í upphituðu húsnæði við bestu aðstæður.