Rétt hjólastilling skiptir sköpum til að auðvelda ökumönnum stjórn á ökutækinu og hámarka jafnvægi bílsins við hemlun. Hún eykur einnig líftíma hjólbarðanna, dregur úr eldsneytiseyðslu og gerir aksturinn þægilegri. Hjólastilling borgar sig upp á afar skömmum tíma í dekkjasliti og eldsneytiseyðslu bílsins.
Fjöðrunarbúnaður er flókinn og krefst þess að jafnvægi sé í stillingu allra fjögurra hjólanna. Sumir telja nægilegt að stilla aðeins af framhjólin en óhætt er að mæla með því að farið sé með bílinn á verkstæði þar sem öll fjögur hjólin eru mæld í tölvu og þau stillt til að hámarka afköst fjöðrunarkerfisins. Þess verður þó að geta ekki er hægt að stilla afturhjól á öllum bílum.
Hjólastilling er ekki það sama og jafnvægisstilling á dekkjum.
Helstu vísbendingar um að bílinn þarfnist hjólastillingar eru:
- Stýrishjólið er ekki í réttri stöðu þegar ekinn er beinn vegur.
- Óeðlileg hljóð heyrast frá fjöðrunarbúnaðinum.
- Bíllinn rásar frá einni hlið vegar til hinnar.
- Bíllinn leitast við að beygja til annarrar hliðar þegar ekinn er beinn vegur eða þegar hemlað er.
- Titringur er í stýri eða í gegnum sæti bifreiðarinnar.
- Stýrið virkar of létt.
- Ekki hefur verið farið með bílinn í hjólastillingu á langan tíma.
- Slit á dekkjunum er ójafnt.
- Það vælir í dekkjunum í beygjum.
- Bíllinn réttir sig ekki hnökralaust af eftir beygju.
Rétt hjólastilling skiptir sköpum til að auðvelda ökumönnum stjórn á ökutækinu og hámarka jafnvægi bílsins við hemlun.
Hún eykur einnig líftíma hjólbarðanna og gerir aksturinn þægilegri.
Verð:
- Fólksbíll kr. 16.900
- Jepplingur kr. 17.900
- Jeppi kr. 18.900
- Breyttur jeppi kr. 25.900